Fara í efni
  • Grunn- og framhaldsmenntun

    Grunnnám í sjúkraflutningum er 260 tíma nám sem tekur nú um 5-7 vikur og lýkur með bóklegu og verklegu prófi.
    Eftir það er hægt að sækja um löggildingu sem sjúkraflutningamaður til að mega hefja störf en til viðbótar er ætlast til að nemendur ljúki 380 klst framhaldsnámi á þremur árum eftir að grunnámi lýkur til að ljúka fullnaðarnámi.
  • Endurmenntun

    Megin markmiðið er að nemendur viðhaldi starfsréttindum sínum sem sjúkraflutningamenn og vettvangsliðar og auki við þekkingu og þjálfun í ljósi breytinga hverju sinni.
    Námskeiðin eru haldin að ósk rekstraraðila. Þau verða nánar auglýst á vef skólans, www.ems.is

  • Önnur námskeið

    Sjúkraflutningaskólinn býður upp á fjölda námskeiða fyrir starfsfólk í bráðaþjónustu.  Vettvangshjálp (First Responder) er 40 tíma námskeið fyrir viðbragðsaðila s.s. slökkviliðsmenn, lögreglu og aðra skipulagða viðbragðshópa. Skólinn býður upp á sérhæfð endurlífgunarnámskeið í samvinnu við Evrópska endurlífgunarráðið (ERC) og Endurlífgunarráð Íslands.  Sérhæfð endurlífgun 1  (ILS) og Sérhæfð endurlífgun barna 1  (EPILS) eru 8 tíma námskeið ætluð viðbragðsaðilum sem eiga að vera viðbúnir endurlífgun, s.s. almennir sjúkraflutningamenn og hjúkrunarfræðingar.  Sérhæfð endurlífgun (ALS) og Sérhæfð endurlífgun barna (EPALS) eru 20 tíma námskeið ætluð læknum og sérhæfðum sjúkraflutningamönnum og hjúkrunarfræðingum.  Einnig er boðið upp á önnur sérhæfð námskeið sérsniðin að einstökum hópum.

Næstu námskeið

18 mar
Blönduós
18 mar
Sauðárkrók
8 apr
Slökkvistöðin á Akureyri við Árstíg
18 apr
Slökkvistöðin Ísafirði
24 apr
Slökkvistöðin á Akureyri við Árstíg
25 apr
Slökkvistöðin á Akureyri við Árstíg
26 apr
Slökkvistöðin á Akureyri við Árstíg