Flýtilyklar
Námskeið
Skráningartími liðinn
EMT 39, 2019 Streymisnámskeið í sjúkraflutningum, Reyðarfjarðarhópur | ||||||||||
Umsjónarmaður: | Ingólfur Birgir Bragason | Tengiliður: | Ingimar Eydal | |||||||
Tímabil: | 08/02/2019 - 06/04/2019 | Sími: | 4630853 | |||||||
Skráningu lýkur: | 16/11/2018 | Netfang: | ie1214@sak.is | |||||||
Verð: | 350000 kr. | |||||||||
Lengd í klst.: | 261 klst. | |||||||||
Lágmarksfjöldi: | 12 manns | |||||||||
Staðsetning: | Bóklegur hluti námskeiðs verður í gegnum Moodle kennslukerfis Verkmenntaskólans Akureyri á netinu. https://moodle.vma.is Verklegar lotur verða alls fimm, yfirleitt 2-3 dagar í senn, fim-fös-lau í Slökkvistöðinni á Reyðarfirði. | |||||||||
Markmið: | Að nemendur verði færir um að tryggja öryggi á vettvangi og meta ástand sjúklings. Þeir þurfa einnig að geta meðhöndlað og flutt sjúkling(a) á viðeigandi hátt.
Námskeiðið er í grunninn byggt á viðurkenndum bandarískum EMT staðli (Emergency Medical Technician) og inniheldur bæði bóklega og verklega kennslu en er þó staðfært miðað við íslenskar aðstæður. Það er upphafið á heildarnámi sjúkraflutningamanna sem áætlað er að taki 3-4 ár.
|
|||||||||
Viðfangsefni: |
|
|||||||||
Inntökuskilyrði: |
Umsækjandi skal hafa lokið 60 eininga (100 f-einingar) námi í framhaldsskóla eða sambærilegu námi og hafa innan við tveggja ára gamalt skírteini í skyndihjálp, að lágmarki 8 kennslustundir. Umsækjandi þarf að vera 18 ára á því ári sem nám er hafið. Rétt er að geta þess að flestir rekstraraðilar gera kröfu um að sjúkraflutningamenn séu 20 ára. Ef fleiri sækja um en sæti leyfa er raðað eftir menntun og reynslu umsækjenda. Þeir sem eru sendir á vegum rekstraraðila eða hafa meðmæli frá rekstraraðilum hafa forgang á námskeiðið. |
|||||||||
Námsmat: |
Grunnnámskeiðinu lýkur með prófi, bæði bóklegu og verklegu. Krafist er 75% árangurs í skriflegu prófi og nemendur skulu standast verkleg próf. Farið er fram á skyldumætingu í fyrirlestra og verklegar æfingar. Nemendur þurfa einnig að ljúka starfsþjálfun á sjúkrabílum, bráðamótttöku, Hjartagátt og hjá 112 og skila fullnægjandi starfsþjálfunarskýrslum. Að því loknu geta nemendur sótt um löggildingu til að hefja störf sem sjúkraflutningamenn með grunnmenntun. Athugið að til þess að starfa sem sjúkraflutningamaður þar viðkomandi að hafa fengið löggildingu sem sjúkraflutningamaður. |
|||||||||
Námsefni: |
|
|||||||||
Skráningartími: |
|
|||||||||
Annað: |