Sjúkraflutningaskólinn

Sjúkraflutningaskólinn

Námskeið


Skráningartími liðinn

Endurmenntun - bráðasjúkdómar barna
 
Umsjónarmaður: Tengiliður: Hrafnhildur Lilja Jónsdóttir
Tímabil: Námskeið eru haldin eftir pöntunum Sími: 4630853
    Netfang: Hrafnhildur@fsa.is
Verð: 16000 kr.
Lengd í klst.: 8 klst.
Lágmarksfjöldi: 12 manns
 
Staðsetning: Námskeiðið er haldið að beiðni rekstraraðila og í ljósi eftirspurnar
 
Markmið:

Áhersla þessa endurmenntunarnámskeiðs er bráðasjúkdómar barna ásamt kynningu á nýjum leiðbeiningum í endurlífgun barna og fullorðinna sem út komu 18. október 2010.

Megin markmiðið er að nemandinn viðhaldi starfsréttindum sínum sem sjúkraflutningamaður og auki við þekkingu og þjálfun í ljósi breytinga hverju sinni. 

 
Viðfangsefni: Námskeiðið er samansett af fyrirlestrum og verklegum æfingum tengdum bráðasjúkdómum barna. Ennfremur eru nýjar leiðbeiningar í endurlífgun barna og fullorðinna kynntar. 
 
Inntökuskilyrði: Umsækjendur verða að hafa sótt almennt sjúkraflutninganámskeið og fengið starfsleyfi (löggildingu) sem sjúkraflutningamenn.
 
Námsmat: Símat er stöðugt á námskeiðinu
 
Námsefni: Útbýti frá skólanum
 
Skráningartími:

Síðasti skráningardagur er að jafnaði tveimur vikum fyrir námskeið.

 
Annað: Ef þarf að senda leiðbeinanda á námskeiðsstað bætist sá kostanður ofan á þ.e.a.s. ferðakostnaður, ferðatími og uppihald. Gert er ráð fyrir að útvegað sé kennsluhúsnæði og kennslubúnaður.

Skráðu þig inn

Notandanafn:
Lykilorð:
Hvernig verð ég sjúkraflutningamaður?

Mynd augnabliksins

forsida-28-49115b4f0fcdds.jpg.png

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.13 2009 - Stefna ehf