Sjúkraflutningaskólinn

Sjúkraflutningaskólinn

Námskeið


Skráningartími liðinn

EPILS (sérhæfð endurlífgun barna 1) Sandgerði fyrir nemendur í Lotu 3 (EMT-A) 31. okt
 
Umsjónarmaður: Kristján Sigfússon Tengiliður: Ingimar Eydal
Tímabil: 31/10/2018 - 31/10/2018 Sími: 4630853
Skráningu lýkur: 03/10/2018 Netfang: ie1214@sak.is
Verð: 32000 kr.
Lengd í klst.: 8 klst.
Lágmarksfjöldi: 12 manns
 
Staðsetning: Slökkvistöð BS í Sandgerði 31. október kl. 8-17
 
Markmið: Markmiðið er að þjálfa heilbrigðisstarfsfólk í þekkja og meðhöndla lífshættulega veik börn og börn í hjartastoppi, beita grunnendurlífgun þ.e. hjartahnoði öndunarhjálp og rafstuði þar til sérhæfð aðstoð berst. Tilgangurinn með þeirri þjálfun felst í því að gera starfsmanninn færari um að taka þátt í meðhöndlun lífshættulega veiks barns sem meðlimur teymisins.
 
Viðfangsefni: Námskeiðið er byggt á stöðlum evrópska endurlífgunarráðsins (útgefnar í október 2015) og kennt samkvæmt því. Námskeiðið er samansett af fyrirlestrum, verklegum æfingum og umræðum. Í fyrirlestrum er farið yfir þætti sem koma að því að þekkja, skoða og vera fær um að meðhöndla lífshættuleg veik og slösuð ungbörn og börn. Farið er í vinnuferla í grunn- og sérhæfðri endurlífgun, lestur hjartatakta, forvarnir öndunar- og hjartastopps, meðhöndlun vökva- og súrefnisskorts, krampa, ofl. Í verklegum stöðvum er lögð áhersla á frumskoðun og endurlífgun, öndunarhjálp, meðhöndlun slasaða barnsins og teymisvinnu. Mest er áhersla á verklegar æfingar og virka þátttöku nemandans.
 
Inntökuskilyrði: Námskeiðið er ætlað heilbrigðisstarfsfólki innan sem utan spítala sem kemur sjaldan að endurlífgun ungabarna og barna en þarf samt að geta brugðist við og tekið þátt í endurlífgun t.d. læknar, hjúkrunarfræðingar, hjúkrunarfræði- og læknanemar og sjúkraflutningamenn.
 
Námsmat: Símat er stöðugt á námskeiðinu.
 
Námsefni:

European Resuscitation Council (2010). European paediatric immediate Life Support. ERC guidelines 2015 edition. Innifalið í námskeiðsgjaldinu er kennslubók á PDF formi og viðurkenningarskjal frá evrópska endurlífgunarráðinu.
 
Skráningartími: Síðasti skráningardagur er þriðjudagurinn 2. október nk. 
 
Annað: Námskeiðið er hluti af Lotu 3 í framhaldsnámi sjúkraflutninga en er þó sjálfstætt námskeið og opið öðrum ef pláss leyfir.

Skráðu þig inn

Notandanafn:
Lykilorð:
Hvernig verð ég sjúkraflutningamaður?

Mynd augnabliksins

dsc05763.jpg

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.13 2009 - Stefna ehf