Sjúkraflutningaskólinn

Opið fyrir umsóknir um grunnnám á vorönn 2020 Kennsluskrá fyrir skólaárið 2019-2020. Sérhæfð endurlífgunarnámskeið í haust (ILS-EPILS-ALS) Styrkur til

Fréttir

Opið fyrir umsóknir um grunnnám á vorönn 2020

Búið er að opna fyrir umsóknir um grunnnám í sjúkraflutningum á vorönn. Bæði verður boðið upp á nám í streymi (fjarnám) og staðarnám. Staðarnámið verður á höfuðborgarsvæðinu og kennt í 5 vikur, alla virka daga frá 8-17. Steymisnámskeiðið er sent út á netinu en auk þess þurfa nemendur að mæta í fimm verklegar lotur sem eru ýmist 2 eða 3 dagar.  Verklegar lotur verða á Sjúkrahúsinu á Akureyri (að hluta einnig á Slökkvistöðinni á Akureyri, Slökkvistöðinni í Sandgerði og Slökkvistöðinni á Reyðarfirði ef næg þátttaka fæst á hverjum stað.Umsóknarfrestur er til og með 15. nóvember 2019 og frestur til að skila fylgigögnum er til 20. nóvember 2019.  Staðfestingargjald, kr. 50 þúsund, þarf síðan að greiða fyrir 10. janúar 2020 fyrir þá sem samþykktir verða í námið.


Lesa meira

Kennsluskrá fyrir skólaárið 2019-2020.

Hér er hlekkur á kennsluskrá fyrir skólaárið 2019-2020.


Sérhæfð endurlífgunarnámskeið í haust (ILS-EPILS-ALS)

Í haust býður skólinn upp á fjölda námskeiða í sérhæfðri endurlífgun, bæði fullorðinna (ILS-ALS) og barna (EPILS).  Allir sjúkraflutningamenn og aðrir heilbrigðisstarfsmenn ættu að sækja þessi námskeið reglulega til að halda sér við og vera með nýjustu ferla á hreinu.  Námskeiðin eru haldin í samvinnu við Endurlífgunarráð Íslands og Evrópska endurlífgunarráðið (ERC).

Lesa meira

Styrkur til gerðar háskólanámskrár fyrir bráðatækna

Hrafnhildur á verklegri æfingu bráðatækninema og slökkviliðs í Noregi
Hrafnhildur Lilja Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur og fyrrverandi skólastjóri Sjúkraflutningaskólans og Sveinbjörn Dúason bráðatæknir hafa, fyrir  hönd Háskólans á Akureyri,  fengið styrk frá Evrópusambandinu til að gera evrópska háskólanámskrá fyrir bráðatækna til BS prófs  (European Curriculum for Paramedic BS) EPaCur.


Lesa meira

EMT- A nám næsta vetur og sumarleyfi skrifstofu

Þeir sem eru komnir af stað í EMT-A náminu geta haldið áfram í því næsta vetur, áætluð eru námskeið í Lotu 3 fyrir áramót í Reykjavík, Sandgerði, Akureyri og Reyðarfirði (ekki komnar dagss ennþá) og Lotu 4 eftir áramót (nema í Reykjavík verða þau í nóv 2019).  EMT-A námið er í smá endurskoðun og verður ekki byrjað á nýjum lotum í náminu fyrr en á vorönn 2020.

Lesa meira

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.13 2009 - Stefna ehf