Fara í efni

ERC endurlífgunarnámskeið fyrir heilbrigðisstarfsfólk (ILS-ALS-EPILS-EPALS)

Hér að neðan eru listuð upp þau Endurmenntunarnámskeið sem skólinn getur útvegað frá Evrópska endurlífgunarráðinu (ERC námskeið) og miðast við viðmiðunarreglur ERC.

Bráðameðferð og sérhæfð endurlífgun barna I (EPILS)

Markhópur

Heilbrigðisstarfsfólk innan sem utan spítala sem kemur sjaldan að endurlífgun ungabarna og barna en þarf samt að geta brugðist við og tekið þátt í endurlífgun t.d. læknar, hjúkrunarfræðingar, hjúkrunarfræði- og læknanemar og sjúkraflutningamenn.

Markmið

Markmiðið er að þjálfa heilbrigðisstarfsfólk í þekkja og meðhöndla lífshættulega veik börn og börn í hjartastoppi, beita grunnendurlífgun þ.e. hjartahnoði öndunarhjálp og rafstuði þar til sérhæfð aðstoð berst. Tilgangurinn með þeirri þjálfun felst í því að gera starfsmanninn færari um að taka þátt í meðhöndlun lífshættulega veiks barns sem meðlimur teymisins.

Innihald

Námskeiðið er byggt á stöðlum evrópska endurlífgunarráðsins (útgefnar í október 2015) og kennt samkvæmt því. Námskeiðið er samansett af fyrirlestrum, verklegum æfingum og umræðum. Í fyrirlestrum er farið yfir þætti sem koma að því að þekkja, skoða og vera fær um að meðhöndla lífshættuleg veik og slösuð ungbörn og börn. Farið er í vinnuferla í grunn- og sérhæfðri endurlífgun, lestur hjartatakta, forvarnir öndunar- og hjartastopps, meðhöndlun vökva- og súrefnisskorts, krampa, o.fl. Í verklegum stöðvum er lögð áhersla á frumskoðun og endurlífgun, öndunarhjálp, meðhöndlun slasaða barnsins og teymisvinnu. Mest er áhersla á verklegar æfingar og virka þátttöku nemandans.

Námsmat

Símat er stöðugt á námskeiðinu.

Tímalengd

Námskeiðið er 8 klukkustunda langt.

Tíma- og staðsetning

Námskeiðin eru haldin að beiðni stofnana

Þátttakendafjöldi

Lágmarksfjöldi miðast við 12 nemendur

Kennslubók

· European Resuscitation Council (2021). European paediatric immediate Life Support. ERC guidelines 2021 edition.

Námskeiðskostnaður

Verð - Kr. 60.000. Innifalið er kennslubók á PDF formi, aðgangur að vefnámi og viðurkenningarskjal frá Evrópska endurlífgunarráðinu.

Þurfi að senda leiðbeinanda á námskeiðsstað bætist sá kostnaður ofan á þ.e. ferðakostnaður, ferðatími og uppihald. Gert er ráð fyrir að útvegað verði kennsluhúsnæði á staðnum.

Sérhæfð endurlífgun I (ILS - Immediate life support)

Markhópur

Heilbrigðisstarfsfólk sem kemur sjaldan að endurlífgun en þarf samt að geta brugðist við og tekið þátt í endurlífgun t.d. hjúkrunarfræðingar, hjúkrunarfræði- og læknanemar og sjúkraflutningamenn.

Markmið

Markmiðið er að þjálfa heilbrigðisstarfsfólk í aðgerðum til að koma í veg fyrir hjartastopp, beita grunnendurlífgun þ.e. hjartahnoði öndunarhjálp og rafstuði þar til sérhæfð aðstoð berst. Tilgangurinn með þeirri þjálfun felst í því að gera starfsmanninn færari um að taka þátt í endurlífgun sem meðlimur teymisins.

Innihald

Námskeiðið er byggt á stöðlum evrópska endurlífgunarráðsins (útgefnar 2021) og kennt samkvæmt því. Námskeiðið er samansett af fyrirlestrum, verklegum æfingum og umræðum. Í fyrirlestrum er farið yfir orsakir og forvarnir hjartastopps og vinnuferla við endurlífgun. Í verklegum stöðvum er lögð áhersla á frumskoðun og endurlífgun, öndunarhjálp og teymisvinnu í endurlífgun. Mest er áhersla á verklegar æfingar og virka þátttöku nemandans.

Námsmat

Símat er stöðugt á námskeiðinu.

Tímalengd

Námskeiðið er 8 klukkustunda langt.

Tíma- og staðsetning

Námskeiðin eru haldin að beiðni stofnan

Þátttakendafjöldi

Lágmarksfjöldi miðast við 12 nemendur.

Kennslubók

· European Resuscitation Council (2021). Immediate Life Support. ERC guidelines 2021 edition.

Námskeiðskostnaður

Verð - Kr. 60.000. Innifalið er kennslubók á PDF formi, aðgangur að vefnámi og viðurkenningarskjal frá evrópska endurlífgunarráðinu.

Þurfi að senda leiðbeinanda á námskeiðsstað bætist sá kostnaður ofan á þ.e. ferðakostnaður, ferðatími og uppihald. Gert er ráð fyrir að útvegað verði kennsluhúsnæði á staðnum.

Upprifjunarnámskeið í sérhæfðri endurlífgun I (ILS og EPILS)

Inntökuskilyrði

Námskeiðið er upprifjunarnámskeið fyrir þá sem hafa þegar tekið námskeið í sérhæfðri endurlífgun I og vilja endurnýja skírteinið sitt.

Markmið

Markmiðið er að þjálfa heilbrigðisstarfsfólk í aðgerðum til að koma í veg fyrir hjartastopp og að þeir séu færir um að veita sérhæfða endurlífgun og stjórna aðgerðum á vettvangi. Markmiðið er jafnframt að undirbúa reynda meðlimi endurlífgunarteyma í að meðhöndla sjúklinginn þar til flutningur á sérhæfða deild / sjúkrahús er mögulegur.

Innihald

Um upprifjunarnámskeið er að ræða sem byggist á stöðlum evrópska endurlífgunarráðsins (útgefnar 2021) og kennt samkvæmt því. Megin áhersla er á verklegar æfingar og þátttöku nemandans í endurlífgunarteymi. Auk þess verður upprifjun á orsökum og forvörnum hjartastopps, bráðum hjartasjúkdómum, takttruflunum, rafmeðferð, vinnuferlum við endurlífgun, öndunarhjálp og endurlífgun við sérstakar aðstæður.

Framkvæmd:
Upprifjunarnámskeið í sérhæfðri endurlífgun fullorðinna I (ILS) og II (ALS) er í tveimur
hlutum, fræðilegum og klínískum. Fyrri hlutinn „sá fræðilegi“ er í formi vefnáms (texti,
myndbönd, æfingar) sem tekinn er á námskeiðsvef ERC (CoSy) og lýkur með forprófi.
Vefnámið er skilyrði þess að mætt sé á seinni hlutann, „þann verklega“ en hann felur í sér
tveggja klukkustunda verklegar æfingar

Námsmat

Símat er stöðugt á námskeiðinu og ljúka þarf krossaprófi og verklegu prófi í lok námskeiðs.

Tímalengd

Námskeiðið er 2 klst..

Tíma- og staðsetning

Námskeiðin eru haldin að beiðni stofnana..

Þátttakendafjöldi

Lágmarksfjöldi miðast við 12 nemendur.

Kennsluefni

  • European Resuscitation Council (2021). ERC Advanced Life Support. ERC Guidelines 2021 Edition.

Námskeiðskostnaður

Verð - Kr. 30.000. Innifalið er rafrænt viðurkenningarskjal frá evrópska endurlífgunarráðinu.

Þurfi að senda leiðbeinanda á námskeiðsstað bætist sá kostnaður ofan á þ.e. ferðakostnaður, ferðatími og uppihald. Gert er ráð fyrir að útvegað verði kennsluhúsnæði á staðnum.

Rétt er að minna á að skírteini í sérhæfðri endurlífgun I (ILS) og sérhæfðri endurlífgun II (ALS) gilda til þriggja ára.

Sérhæfð endurlífgun II og Sérhæfð endurlífgun barna (ALS og EPALS Advanced life support og Pediatric Advanced life support)

Inntökuskilyrði

Námskeiðið er fyrir neyðarflutningamenn, bráðatækna, lækna og hjúkrunarfræðinga.

Markmið

Markmiðið er að þjálfa heilbrigðisstarfsfólk í aðgerðum til að koma í veg fyrir hjartastopp og að þeir séu færir um að veita sérhæfða endurlífgun og stjórna aðgerðum á vettvangi. Markmiðið er jafnframt að undirbúa reynda meðlimi endurlífgunarteyma í að meðhöndla sjúklinginn þar til flutningur á sérhæfða deild / sjúkrahús er mögulegur.

Innihald

Námskeiðið er byggt á stöðlum evrópska endurlífgunarráðsins (útgefnar 2021) og kennt samkvæmt því. Námskeiðið er samansett af fyrirlestrum, verklegum æfingum og umræðum. Farið er í orsakir og forvarnir hjartastopps, bráða hjartasjúkdóma, takttruflanir, rafmeðferð, vinnuferla við endurlífgun, öndunarhjálp og endurlífgun við sérstakar aðstæður. Mikil áhersla er lögð á verklegar æfingar og þátttöku nemandans.

Námsmat

Símat er stöðugt á námskeiðinu og ljúka þarf forprófi, krossaprófi og verklegu prófi.

Tímalengd

Námskeiðið er 20 klukkustunda langt auk tíma sem fer í próf.

Tíma- og staðsetning

Námskeiðin eru haldin að beiðni stofnana og Endurlífgunarráðs Íslands.

Þátttakendafjöldi

Lágmarksfjöldi miðast við 12 nemendur.

Kennsluefni

  • European Resuscitation Council (2021). ERC Advanced Life Support. ERC Guidelines 2021 Edition.

Námskeiðskostnaður

Verð - Kr. 140.000. Innifalið er kennslubók, aðgangur að vefnámi og viðurkenningarskjal frá evrópska endurlífgunarráðinu.

Þurfi að senda leiðbeinanda á námskeiðsstað bætist sá kostnaður ofan á þ.e. ferðakostnaður, ferðatími og uppihald. Gert er ráð fyrir að útvegað verði kennsluhúsnæði á staðnum.

Upprifjunarnámskeið í sérhæfðri endurlífgun II (ALS og EPALS)

Inntökuskilyrði

Námskeiðið er upprifjunarnámskeið fyrir þá sem hafa þegar tekið námskeið í sérhæfðri endurlífgun II og vilja endurnýja skírteinið sitt.

Markmið

Markmiðið er að þjálfa heilbrigðisstarfsfólk í aðgerðum til að koma í veg fyrir hjartastopp og að þeir séu færir um að veita sérhæfða endurlífgun og stjórna aðgerðum á vettvangi. Markmiðið er jafnframt að undirbúa reynda meðlimi endurlífgunarteyma í að meðhöndla sjúklinginn þar til flutningur á sérhæfða deild / sjúkrahús er mögulegur.

Innihald

Um upprifjunarnámskeið er að ræða sem byggist á stöðlum evrópska endurlífgunarráðsins (útgefnar2021) og kennt samkvæmt því. Megin áhersla er á verklegar æfingar og þátttöku nemandans í endurlífgunarteymi. Auk þess verður upprifjun á orsökum og forvörnum hjartastopps, bráðum hjartasjúkdómum, takttruflunum, rafmeðferð, vinnuferlum við endurlífgun, öndunarhjálp og endurlífgun við sérstakar aðstæður.

Framkvæmd:
Upprifjunarnámskeið í sérhæfðri endurlífgun fullorðinna I (ILS) og II (ALS) er í tveimur
hlutum, fræðilegum og klínískum. Fyrri hlutinn „sá fræðilegi“ er í formi vefnáms (texti,
myndbönd, æfingar) sem tekinn er á námskeiðsvef ERC (CoSy) og lýkur með forprófi.
Vefnámið er skilyrði þess að mætt sé á seinni hlutann, „þann verklega“ en hann felur í sér
tveggja klukkustunda verklegar æfingar

Námsmat

Símat er stöðugt á námskeiðinu og ljúka þarf bóklegu prófi og verklegu prófi í lok námskeiðs.

Tímalengd

Námskeiðið er 2 klst.

Tíma- og staðsetning

Námskeiðin eru haldin að beiðni stofnana og endurlífgunarráðs Íslands.

Þátttakendafjöldi

Lágmarksfjöldi miðast við 12 nemendur.

Kennsluefni

  • European Resuscitation Council (2021). ERC Advanced Life Support. ERC Guidelines 2021 Edition.

Námskeiðskostnaður

Verð - Kr. 35.000. Innifalið er rafrænt viðurkenningarskjal frá evrópska endurlífgunarráðinu.

Þurfi að senda leiðbeinanda á námskeiðsstað bætist sá kostnaður ofan á þ.e. ferðakostnaður, ferðatími og uppihald. Gert er ráð fyrir að útvegað verði kennsluhúsnæði á staðnum.

Rétt er að minna á að skírteini í sérhæfðri endurlífgun I (ILS) og sérhæfðri endurlífgun II (ALS) gildada til þriggja ára.