Grunnnám EMT
Markmið: | Að nemendur verði færir um að tryggja öryggi á vettvangi og meta ástand sjúklings. Þeir þurfa einnig að geta meðhöndlað og flutt sjúkling(a) á viðeigandi hátt.
Námskeiðið er í grunninn byggt á viðurkenndum bandarískum EMT staðli (Emergency Medical Technician) og inniheldur bæði bóklega og verklega kennslu en er þó staðfært miðað við íslenskar aðstæður. Það er upphafið á heildarnámi sjúkraflutningamanna sem áætlað er að taki 3-4 ár (EMT og Advanced EMT). |
|||||
Viðfangsefni: |
|
|||||
Inntökuskilyrði: |
Umsækjandi skal hafa lokið 100 Framhaldsskólaeiningum (60 gamlar einingar) í framhaldsskóla eða sambærilegu námi og hafa innan við tveggja ára gamalt skírteini í skyndihjálp, að lágmarki 12 kennslustundir. Ef skírteini er runnið úr gildi má framvísa því ásamt staðfestingu á endurmenntun. Umsækjandi þarf að vera 18 ára á því ári sem nám er hafið. Rétt er að geta þess að flestir rekstraraðilar gera kröfu um að sjúkraflutningamenn séu 20 ára. Ef fleiri sækja um en sæti leyfa er raðað eftir menntun og reynslu umsækjenda. Þeir sem eru sendir á vegum rekstraraðila eða hafa meðmæli frá rekstraraðilum hafa forgang á námskeiðið að öðrum skilyrðum uppfylltum. |
|||||
Námsmat: | ||||||
Námsefni: |
Kennslubók: Emergency Care, 13/E Limmer, O'Keefe, Grant, Murray, Bergeron & Dickinson ISBN-10: 0134024559 • ISBN-13: 9780134024554 ©2016 Athugið að kennslubókin eru ekki innifalin á námskeiðsverði en hægt að panta bæði á erlendum bókasölum en einnig hjá Bóksölu studenta. Panta þarf bókina með fyrirvara. ISBN númerið er einskonar kennitala bókarinnar til að tryggja að um sé að ræða rétta bók. Kennslubókin hefur tvö ISBN númer, bæði í flokki 10 og 13 en þetta er sama bókin. |