Almennt um skólann
Hlutverk
Hlutverk Sjúkraflutningaskólans samkvæmt samningi milli Heilbrigðisráðuneytis og Sjúkrahússins á Akureyri er að skipuleggja, stjórna og sjá um menntun sjúkraflutningamanna á Íslandi. Skólinn starfar samkvæmkt námskrá Landlæknis um menntun sjúkraflutningamanna á Íslandi en tekur einnig mið af námskrá bráðaþjónustu í USA.
Skólastjóri Sjúkraflutningaskólans
Ingimar Eydal
- Sími: 463 0853 / 860 0549
- Netfang: ie1214@sak.is
- Vefsíða: www.ems.is
Verkefnisstjóri:
Sigurjón Valmundarson
- Sími: 463 100 / 864 5681
- Netfang: sva0723@sak.is
Umsjónarmaður búnaðar:
Jón G. Knutsen
- Sími: 852 5603
Netfang: jgk0813@sak.is
Kostnaður námskeiða
Verð námskeiða sem gefin eru upp í kennsluskránni miðast við lágmarksfjölda þátttakenda og er áskilinn réttur til hækkunar námskeiðsgjalda ef farið er fram á að námskeiðið verði haldið þrátt fyrir að lágmarksfjölda sé ekki náð. Kennslugögn, önnur en kennslubók, eru innifalin í verði. Að öðru leyti verða kennslugögnin aðgengileg fyrir þátttakendur námskeiða á kennsluvef skólans.
Skráning á námskeið
Almennt þarf skráningu og greiðslu staðfestingargjalds námskeiðs að vera lokið eigi síðar en fjórum vikum fyrir auglýstan námskeiðstíma, nema annað sé tekið fram. Skráning á námskeið fer fram á vef skólans. Ef lágmarksfjöldi næst ekki er áskilinn réttur til að fella niður námskeið.
Kennslubækur
Kennslubækur eru almennt ekki innifaldar í verði námskeiðanna nema annað sé tekið fram. Kennslubækur á PDF formi í ALS, ILS, og EPLS og EPILS námskeiðum eru þó innfaldar í námskeiðsgjaldi (sjá frekari upplýsingar um námskeið) en hægt er að kaupa þær á pappírsformi hjá Endurlífgunarráði Íslands. Kennslubækur í öðrum námskeiðum sem ekki eru innifaldar í námskeiðskostnaði er að öllu jöfnu hægt að kaupa hjá Bóksölu stúdenta (sími 570 0777) eða panta þær á vef bóksölunnar www.boksala.is