Fara í efni
Til baka
19
feb
ALS Sérhæfð endurlífgun 2 (Advanced Life Support) ERC námskeið
Tímabil: 19/02/2024 - 20/02/2024
Skráningu líkur: 11/01/2024
Lengd: 20 kennslustundir
Staðsetning: Sandgerði, slökkvistöð
Hámarksfjöldi: 12 manns
Kennari:
Kristján Sigfússon
Umsjónarmaður: Kristján Sigfússon

EPALS fyrir BS og HSS.

Markmið: Markmiðið er að þjálfa heilbrigðisstarfsfólk í aðgerðum til að koma í veg fyrir hjartastopp og að þeir séu færir um að veita sérhæfða endurlífgun og stjórna aðgerðum á vettvangi. Markmiðið er jafnframt að undirbúa reynda meðlimi endurlífgunarteyma í að meðhöndla sjúklinginn þar til flutningur á sérhæfða deild / sjúkrahús er mögulegur
 
Viðfangsefni: Námskeiðið er byggt á stöðlum evrópska endurlífgunarráðsins og kennt samkvæmt því. Námskeiðið er samansett af fyrirlestrum, verklegum æfingum og umræðum. Farið er í orsakir og forvarnir hjartastopps, bráða hjartasjúkdóma, takttruflanir, rafmeðferð, vinnuferla við endurlífgun, öndunarhjálp og endurlífgun við sérstakar aðstæður. Mikil áhersla er lögð á verklegar æfingar og þátttöku nemandans.
 
Inntökuskilyrði: Námskeiðið er fyrir lækna og hjúkrunarfræðinga, bráðatækna og neyðarflutingamenn með mjög mikla reynslu.
 
Námsmat: Símat er stöðugt á námskeiðinu og ljúka þarf forprófi, krossaprófi og verklegu prófi.
 
Námsefni:

Rafrænt námsefni, byggt á nýjustu ERC leiðbeiningum frá 2021. Aðgengilegt nemendum við staðfestingu skráningar.

 
Skráningartími: Í ljósi mikils undirbúnings á þessi námskeið þarf góðan fyrirvara námskeið þar sem þátttakendum eru send kennslugögn a.m.k. fjórum vikum fyrir áætlað námskeið. 
 
Annað:

Verð námskeiðs er 140 þúsund.

Innifalið í verði námskeiðs er aðgengi að rafrænu námsefni og viðurkenningarskjal frá evrópska endurlífgunarráðinu (ERC).

Námskeiðið er haldið í samvinnu við Endurlífgunarráð Íslands og Evrópska endurlífgunarráðið.

Staðfestingargjald 30 þúsund verður rukkað við skráningu og er það óendurkræft.