Fara í efni
Til baka
5
nóv
Sérhæfð endurlífgun 1 ILS
Tímabil: 05/11/2024
Skráningu líkur: 29/09/2024
Lengd: 8 kennslustundir
Staðsetning: Húsavík
Hámarksfjöldi: 16 manns
Kennari:
Hrafnhildur Lilja Jónsdóttir
Verð: 60.000 kr.
Umsjónarmaður: Hrafnhildur Lilja Jónsdóttir

ILS Sérhæfð endurlífgun 1 fyrir HSN Húsavík. kl 8-16.

ILS (Immediate Life Support) Sérhæfð endurlífgun 1. Námskeið í samvinnu við Endurlífgunaráð Íslands og Evrópska Endurlífgunarráðið (ERC). 8 tímar ætlað öllu heilbrigðisstarfsfólki.

Verð: 60000 kr.

Lengd í klst.:8 klst

Lágmarksfjöldi:12 manns

Staðsetning:Eftir óskum hverju sinni.

Markmið:Markmiðið er að þjálfa heilbrigðisstarfsfólk í aðgerðum til að koma í veg fyrir hjartastopp, beita grunnendurlífgun þ.e. hjartahnoði öndunarhjálp og rafstuði þar til sérhæfð aðstoð berst. Tilgangurinn með þeirri þjálfun felst í því að gera starfsmanninn færari um að taka þátt í endurlífgun sem meðlimur teymisins.

Viðfangsefni:Námskeiðið er byggt á stöðlum evrópska endurlífgunarráðsins og kennt samkvæmt því. Námskeiðið er samansett af fyrirlestrum, verklegum æfingum og umræðum. Í fyrirlestrum er farið yfir orsakir og forvarnir hjartastopps og vinnuferla við endurlífgun. Í verklegum stöðvum er lögð áhersla á frumskoðun og endurlífgun, öndunarhjálp og teymisvinnu í endurlífgun. Mest er áhersla á verklegar æfingar og virka þátttöku nemandans.

Inntökuskilyrði:Heilbrigðisstarfsfólk sem kemur sjaldan að endurlífgun en þarf samt að geta brugðist við og tekið þátt í endurlífgun t.d. löggiltir sjúkraflutningamenn, læknar, hjúkrunarfræðingar, hjúkrunarfræði- og læknanemar.

Námsmat: Símat er stöðugt á námskeiðinu.

Námsefni: Námsefnið er rafrænt, aðgengilegt á vef ERC þegar skráning hefur verið staðfest og er innifalið í verði námskeiðsins. Nemendur skulu hafa lokið rafræna hlutanum áður en að verklegum hluta námskeiðsins kemur.

Verð námskeiðs: 60.000,-

 

Annað: Gert er ráð fyrir að útvegað verði kennsluhúsnæði á staðnum.