Fara í efni
Til baka
3
mar
Framhaldsnámskeið (EMT-A) Lota I (LOL, Lyfjafræði og Öndun)
Tímabil: 03/03/2025 - 07/03/2025
Lengd: 64 kennslustundir
Staðsetning: Tunguháls, slökkvistöð
Hámarksfjöldi: 16 manns

Sérnámskeið fyrir SHS

Að nemandi auki við þekkingu sína sem sjúkraflutningamaður og verði betur í stakk búinn til að sinna neyðarflutningum. Áfanginn inniheldur bæði bóklega og verklega kennslu í lyfjafræði, lífeðlisfræði öndunar og öndunarhjálp.
 
 
Viðfangsefni:

Grundvallaratriði lyfjagjafar, sé meðvitaður um nauðsynlegar varúðarráðstafanir við lyfjagjafir, þekki ábendingar fyrir lyfjagjöf, þekki búnað sem þarf til lyfjagjafar, kunni skil á réttri tækni við lyfjagjöf, þekki stærðfræðilegar skilgreiningar, kunni lyfjaútreikninga, þekki sex rétt atriði við lyfjagjöf, frásog vegna lyfjagjafar, aðgengi inn í blóðrás, almenn lyfjagjöf, vökvasett, frágang á óhreinum og oddhvössum áhöldum.

Helstu lyf sem notuð eru af sjúkraflutningamönnum með framhaldsmenntun, beta áhrif, alpha áhrif, frábendingar, ábendingar, aukaverkanir, skammtastærðir, verkun, hámarksskammta,vökva, uppsetningu IO, fimm rétta.

Að nemandi þekki líffærafræði öndunarvegar, átti sig á mikilvægi þess að tryggja öndunarveg.
Þekki og kunni að nota öndunarbúnað, geti metið sjúkling í andnauð, hvernig soga á úr öndunarvegi, bregðist við sérstökum tilfellum, , kunni útreikninga á súrefni, þekki rétta súrefnismeðferð, kunni rétt handtök við aðskotahlut í öndunarvegi, þekki og kunni að nota CPAP, Capnografia, þekki líffæra og lífeðlisfræði öndunar og öndunarvegar, þekki Astma og COPD, þekki áhrif hjartabilunar á öndun, þekki öndunaraðstoð sjúklinga með höfuðáverka.
Að nemandi þekki öndunarvegavandamál, handbrögð án hjálpartækja og ábendingar og frábendingar þeirra, ávinning og ókosti, barkakýlisgrímu, LTS túbu, aðstoð við Endotraceal túbu
 
Inntökuskilyrði:

Að nemandi hafi lokið grunnnámskeið í sjúkraflutningum EMT eða EMT-Basic.
Æskilegt er að umsækjendur séu starfandi sjúkraflutningamenn og hafi amk. eins árs reynslu sem starfandi sjúkraflutningamenn. Senda skal staðfestingu á því á netfangið ems@ems.is Nemendur sem hefja nám í Framhaldhaldsnámi sjúkraflutninga eftir 1. desember 2019 skulu standast bóklegt og verklegt inntökupróf í námið. Það verður auglýst sérstaklega eftir að umsóknarfresti lýkur.

 
Námsmat: Námskeiðinu lýkur með bóklegu og verklegu prófi. . Lágmarkseinkunn er 75% úr öllum hlutum bóklega námsins. Í verklegum lotum er símat á virkni og áhuga nemanda. Einkunn í verklegu er gefin sem staðinn eða fallinn.
 
Námsefni:

Kennslubók:

Advanced EMT: A Clinical Reasoning Approach, 2nd Edition

Melissa Alexander, Lake Superior State University, School of Criminal Justice, Fire Science, and EMS. Richard Belle, Acadian Ambulance/National EMS Academy Lafayette, Louisiana

©2017 | Pearson

Bókin fæst í Bóksölu stúdenta eða hægt að panta hana erlendis frá.

Bókin er ekki innifalin í námskeiðsgjaldi.

Verð:                                                          Verð hverrar lotu í framhaldsnámi er kr. 160.000,-
                                                                      Staðfestingargjald er kr. 40.000 og er óendurkræft.