Markhópur: Barnalæknar, bráðalæknar, svæfingalæknar, sjúkrahúslæknar (unglæknar), heimilislæknar, bráðatæknar og hjúkrunarfræðingar á barna- , slysa- og gjörgæsludeildum.
Markmið: Að starfsmennirnir séu færir um að veita börnum sérhæfða endurlífgun og stjórna aðgerðum á vettvangi.
Kennsluaðferðir: Sýnikennsla, verklegar æfingar og fyrirlestrar
Lengd: 18-20 klukkustundir.
Endurmenntun: Skírteini gildir í fimm ár og er endurmenntun möguleg með tvennum hætti. Annars vegar að endurtaka heilt námskeið eða taka verklegt próf og krossapróf. Hafi liðið meira en eitt ár frá því að skírteini rann út er mælt með setu á heilu námskeiði. Æskilegt er að hafa stutta upprifjun á vegum vinnustaðarins árlega (2 klukkustundir) þar sem megin áherslan er á verklegar æfingar og samhæfingu aðgerða.
Námsmat: Símat, verklegt og skriflegt próf í lok námskeiðs.