Kennslufræðifyrirlestur fyrir leiðbeinendur
Spennandi tækifæri fyrir þá sem vilja gerast eða auka færni sína sem leiðbeinendur fyrir skólana.
Kennari verður Dr. Auðbjörg Björnsdóttir, forstöðumaður kennslu- og upplýsingatæknimiðstöðvar Háskólans á Akureyri og farið verður í grundvallar hugtök kennslu-og fjarkennslufræðum.
Námskeiðið verður haldið í húsnæði Háskólans á Akureyri, föstudaginn 28.apríl nk.
Einungis 30.sæti í boði í þetta sinn á staðnum, verið er að skoða með fjarnámsmöguleika.
Ítarleg dagskrá og upplýsingar koma síðar en stefnt er á að námskeiðið verði milli 10:00 og 14:30, ákjósanlegast er að þátttakendur taki námskeiðið á staðnum en upplýsingar um fyrirkomulag fjarnáms verður kynnt eftir páska.
Námskeiðskostnaður er 7500 kr.
Námskeiðið er styrkhæft í starfsmenntunarsjóð LSS.
Að námskeiði loknu er stefnt á spennandi hópefli.