Fara í efni

Opið fyrir skráningu í nám á haustönn.

Frá útskrift í vor.
Frá útskrift í vor.

Þann 1. júlí opnaði fyrir skráningar í nám á haustönn, bæði grunn og framhaldsnám. Skráningu lýkur 15. ágúst og mikilvægt að hafa skráð sig fyrir lok skráningarfrest.

Boðið verður upp á grunnnámskeið EMT á Selfossi, Sandgerði, Akureyri og Fáskrúðsfirði. Grunnkröfur eru að nemendur hafi lokið amk. tveggja námi úr framhaldsskóla (100 f-ein) og hafi gilt skírteini í skyndihjálp.  Bendum áhugasömum m.a. á þetta námskeið hjá Skyndihjálparskólanum.

Framhaldsnám AEMT (Lota 1) verður í boði á Akureyri og Sandgerði ef næg þátttaka fæst, Lota 2 verður í Sandgerði á haustönn, Lota 3 verður í Reykjavík fyrir SHS og Ísafirði fyrir Slökkvilið Ísafjarðar og Lota 4 verður í Sandgerði í desember. 

Skráning fer fram á heimasíðunni, nýjir notendur skrá sig inn og þurfa svo að skrá sig á viðkomandi námskeið. Mikilvægt er að vanda skráninguna.

https://www.ems.is/is/namskeid