Staða verkefnisstjóra.
Staða verkefnastjóra Sjúkraflutningaskólans er laus til umsóknar. Staðan er laus frá 1. janúar 2023 eða eftir samkomulagi.
Næsti yfirmaður er Ingimar Eydal, skólastjóri Sjúkraflutningaskólans.
Sjúkraflutningaskólinn er rekinn sem sjálfstæð eining innan Sjúkrahússins á Akureyri. Hlutverk Sjúkraflutningaskólans er að skipuleggja, stjórna og sjá um menntun sjúkraflutningamanna á Íslandi. Skólinn starfar samkvæmt námskrá Landlæknis um menntun sjúkraflutningamanna á Íslandi
Helstu verkefni og ábyrgð
Verkefnastjóri ber ábyrgð gagnvart yfirmanni og hefur yfirumsjón með að kennsla fari fram skv. náms- og kennsluskrá og þeim faglegu kröfum sem gerðar eru til kennslu og þjálfunar nemenda.
Helstu þættir starfsins:
- Ábyrgð á námsefnisgerð á vegum Sjúkraflutningaskólans.
- Yfirumsjón og samskipti við leiðbeinendur Sjúkraflutningaskólans.
- Samskipti við nemendur og rekstraraðila varðandi skipulag náms og námskeiða skólans.
- Þátttaka í vísinda-, þróunar- og gæðastarfi.
- Önnur verkefni í samráði við næsta yfirmann.
Hæfniskröfur
- Háskólapróf sem nýtist í starfi er skilyrði
- Menntun á sviði sjúkraflutninga nauðsynleg, bráðatæknimenntun æskileg.
- Þekking og reynsla af sjúkraflutningum er skilyrði.
- Hæfni til skipulagningar og samhæfingar verkefna ásamt sjálfstæði í vinnubrögðum og lipurð í mannlegum samskiptum.
- Reynsla og þekking á menntun og fræðslu tengdum sjúkraflutningum og bráðaþjónustu.
- Frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi.
- Áhersla er lögð á hæfni til að miðla þekkingu til annarra
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hafa gert.
Umsóknum skal skilað rafrænt á vef sjúkrahússins www.sak.is. Umsóknum skulu fylgja ítarlegar upplýsingar um nám og starfsferil ásamt prófskírteinum og starfsleyfi þegar það á við. Við ráðningar í störf er tekið mið af jafnréttisstefnu sjúkrahússins, sem er reyklaus vinnustaður. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Sjúkrahúsið veitir alþjóðlega DNV-GL vottaða heilbrigðisþjónustu með ISO vottuðu gæðastjórnunarkerfi. Áhersla er á virka þátttöku starfsmanna til að uppfylla þær gæðakröfur sem gerðar eru í alþjóðlegum stöðum sem sjúkrahúsið er vottað eftir.
Gildi Sjúkrahússins á Akureyri eru ÖRYGGI SAMVINNA FRAMSÆKNI.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum.
Starfshlutfall er 80-100%
Umsóknarfrestur er til og með 16.12.2022
Nánari upplýsingar veitir
Erla Björnsdóttir, mannauðsstjóri - erlab@sak.is - 4630100
Ingimar Eydal, skólastjóri - ie1214@sak.is - 4630100