Fara í efni

Fréttir

Gleðilega jólahátíð

Sjúkraflutningaskólinn óskar öllum nemendum, leiðbeinendum og öðrum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári með þökk fyrir samstarfið á árinu. Eins og alla aðra daga munu sjúkraflutningamenn standa vaktina um hátíðir. Vonum að vaktin þeirra verði róleg og að landsmenn allir eigi friðsæla daga.

Staða verkefnisstjóra.

Staða verkefnastjóra Sjúkraflutningaskólans er laus til umsóknar. Staðan er laus frá 1. janúar 2023 eða eftir samkomulagi. Næsti yfirmaður er Ingimar Eydal, skólastjóri Sjúkraflutningaskólans. Sjúkraflutningaskólinn er rekinn sem sjálfstæð eining innan Sjúkrahússins á Akureyri. Hlutverk Sjúkraflutningaskólans er að skipuleggja, stjórna og sjá um menntun sjúkraflutningamanna á Íslandi. Skólinn starfar samkvæmt námskrá Landlæknis um menntun sjúkraflutningamanna á Íslandi

Útskrift Sjúkraflutningaskólans 2022

Útskrift Sjúkraflutningaskólans fyrir árin 2020-2022 verður haldin í hátíðarsal Háskólans á Akureyri föstudaginn 3. júní kl. 16.

Námskeið í haust

Í haust verður boðið upp á námskeið bæði í grunn og framhaldsnámi sjúkraflutninga. Nánari upplýsingar koma í viku 3 í júní.